« Nýr Gegnir | Main | Tæknimál......... »

Starfsmannaviðtöl

Var að koma úr starfsmannaviðtali.
Þetta er í fjórða sinn sem ég fer í svona viðtal. Viðtalið er undirbúið á þann hátt að við starfsmenn skilum inn umræðupunktum nokkru fyrir viðtal - sem svo viðtalið byggist á. Því vandaðri punktar því greiðlegar gengur samtalið. Í undirbúningsramma eru spurningar eins og :
Almennt um síðasta ár - hvert stefnir - hvernig gekk?
Hvaða breytingar eru æskilegar? Samstarf - hvað hefur gengið vel, hvað þarf að bæta?
Upplýsingastreymi - er hægt að bæta það og þá hvernig?
Væntingar til endurmenntunar? Samstarf við yfirmenn.
Annað sem starfsmaður vill koma á framfæri.

Má segja að allt þetta falli undir þá gerjun sem fram fer í mínu höfði þessa dagana.

Nýir og breytttir kennsluhættir voru m.a. umræðuefnið. Er mikið að skoða hvernig best verður að breyta kennsluháttum á skólasafni miðað við breytt umhverfi.
Hef verið að hugsa um orð David Woods í fyrirlestri hans þar sem hann talaði um að stundatafla yrði að verða sveigjanlegri, stjórnendur þyrftu að endurmenntast og endurhanna þyrfti námsrýmið. Þetta er einmitt það sem ég stend frammi fyrir nú.

Nýtt bókasafnskerfi verður tekið í notkun 5. apríl nk. Þetta nýja kerfi á að verða mun aðgengilegra en það gamla (Fengur). Bind vonir við að starfið með unglingunum verði árangursríkara næsta vetur. Horfa verður á að þó nemendur lesi ekki eins margar sögubækur í dag og áður fyrr þá eru þeir læsir á svo marga aðra miðla. Spurning um að nýta það læsi í þágu náms þeirra.
Er að reyna að draga fram heildarmynd í huganum um hvernig best væri að útfæra hinar ýmsu breytingar sem mig langar að koma á.

Til að geta sinnt starfi sínu vel er ágætt að líta yfir farinn veg og draga saman a.m.k. einu sinni á ári. Ég er viss um að maður verður betri starfskraftur sé eitthvað farið eftir þeim vonum og væntingum sem maður setur fram í svona samtali. En óneytanlega skýtur upp í hugann sjónvarpsauglýsingunni frá VR sem birtist vegna ákvæðis í samningum um rétt til starfsmannaviðtala einu sinni á ári. Fannst þá oft lítið gert úr sjálfsmynd starfsmanna - þar sem þeir voru oftast sýndir skjálfandi á beinunum eða á eintali við sjálfan sig, og yfirleitt voru þetta konur!
Vonandi fer okkur að þykja svona viðtöl sjálfsagður vettvangur skoðanaskipta.


mars 18, 2004 | Permalink

Comments

Sæl,

Ferðu í svona viðtal á hverju ári?

Posted by: Bibbi at 24.8.2011 16:43:00